Sjálfbærni í Bláa Lóninu

„Það má segja að sjálfbærni sé í DNA Bláa Lónsins“

Þegar orkuverið í Svartsengi tók til starfa á síðari hluta áttunda áratugar síðustu aldar, var einn af óviljandi ávinningum þess að virkja jarðhitann hrífandi uppistöðulón sem myndaðist í hrauninu við hlið stöðvarhússins. Enginn vissi það á þeim tíma en þetta vatnsflæmi sem lét lítið yfir sér í byrjun, markaði upphaf Bláa Lónsins og þarna hafði litið dagsins ljós eitt af undrum heimsins. Í dag bergmálar sjálfbærni um allar víddir í áframhaldandi þróun fyrirtækisins og nær að blómstra að fullu í heildarhugmyndinni, byggingunni og rammanum utan um starfsemi Retreat.

Arkitektúr og hönnun

Allt frá því að fyrsta skóflustungan var tekin að Reatreat 2014, var viðhöfð þessi grundvallarregla: samhljómur, ekki andstæður. Byggingarefni voru valin með hliðsjón af endingu, bætanleika, grænum áherslum í framleiðslu og urðu að vera gædd þeim eiginleika að samræmast umhverfinu. Hvar sem því var við komið var hraungrjót á staðnum samþætt byggingunni. Í rauninni má kalla þetta sjálfbæra hönnun. Nálgun sem hlúir að og varðveitir hina helgu tengingu milli manns og náttúru; það var grunnurinn að öllum hugmyndum og lausnum í formgerð Retreat sem og fagurfræðilegu vali. Í eðli sínu er Retreat ekki á landi. Það er af landi.

Rafmagn, hiti og heitt vatn

Jarðhitaorkan sem er beisluð og framleidd í Svartsengi er uppspretta alls rafmagns, hita og heitavatns í Retreat og sér því fyrir öllum þörfum á þessum þremur sviðum. Búnaðurinn sem knýr hringrás þessarar auðlindar er einnig háþróaður þar sem hitun, loftræsting og lagnakerfi Retreat ýmist uppfylla eða fara fram úr ströngustu kröfum um orkunýtingu á Íslandi.

Landslag eldstöðva

Landslagið umhverfis Bláa Lónið – hraunbreiðan Illahraun – er víðátta af mosavöxnu hraungrjóti sem flæddi upp úr jörðinni í hraungosi árið 1226. Í þeim tilgangi að vernda hraunið og viðkvæman aldagamlan gróðurinn voru gefin út ströng fyrirmæli meðan á byggingu Retreat stóð. Þar sem byggingarframkvæmdir eru í eðli sínu eyðileggjandi ferli var lögð þung áhersla á að lágmarka skaðann á hrífandi umhverfið. Lagðir voru göngustígar til að gera gestum kleift að vafra um í hrauninu án þess að valda skaða á einstöku gróðurfari og gosminjum.

Retreat Lagoon

Lýsing

Lýsingin í Retreat er reiknuð út og fínstillt til að mæta sólarhringssveiflunni í þörf fólks fyrir náttúrulegt birtu – þ.e. líkamsklukkunni. Þetta er gert með afar áhrifaríkum og tæknilega háþróuðum ljósdíóðum (LED), lýsingin er orkugefandi, nærandi og umvefjandi og kveikir tilfinningu um djúpa vellíðan. Í heimi gerviljóssins er þessi samleitni þæginda og orkunýtingar þekkt sem manneskjumiðuð lýsing (HCL).

Veitingastaðurinn

Sjálfbærni í matargerð nær til allra þátta þegar kemur að uppruna aðfanga hjá Moss Restaurant, veitingastaðarins á Retreat. Flest hráefni eru fengin í nærumhverfinu og orkan sem knýr lífrænan búskap og lýsir upp gróðurhús þar sem ræktaðir eru ávextir og grænmeti, er upprunnin í jarðhita.

Rannsóknar- og þróunarmiðstöð og Blue Lagoon Skin Care

Í meira en fjóra áratugi hafa rannsóknir og þróun verið kjarninn í leit að heimi án sóunar sem er ein af metnaðarfullum forskriftum í starfsemi Bláa Lónsins. Rannsóknar- og þróunarmiðstöð Bláa Lónsins er blómleg vísindastofnun sem knúin er orku úr jarðhitanum; staður þar sem hugvit og þekking hafa þróað nýstárlegar aðferðir til að endurnýta CO2. Ennfremur eru grænir framleiðsluhættir – sem eru afrakstur frumkvöðlastarfs Rannsóknar- og þróunarmiðstöðvarinnar – notaðir til að einangra, rækta og nýta jákvæða eiginleika jarðsjávar Bláa Lónsins: kísil, steinefni og örþörunga. Þessi þrjú undur náttúrunnar eru það sem allt veltur á í húðvörulínu Blue Lagoon skin care. Vörulínan sjálf aðhyllist ströngustu reglur um umhverfisvæna sjálfbærni.

Sjálfbær mannúð

Annar stefnuviti í alltumlykjandi sjálfbærninálgun Bláa Lónsins eru samfélagslegar umbætur. Sjálfbærni birtist ekki síður í því að að bera virðingu hvert fyrir öðru eins og að bera virðingu fyrir umhverfinu. Hana má jafnt finna í einfaldri mannlegri reisn eins og í framsækinni orkusparandi tækni. Hún er vakin til lífsins þegar við endurvinnum alveg á sama hátt og þegar við sýnum virðingu – Við sýnum virðingu er eitt af grunngildum vörumerkisins Bláa Lónið. Bláa Lónið styrkir einnig ýmiss konar samfélagsleg málefni, s.s. á sviði íþróttaiðkunar ungmenna, menningar, heilsueflingar og velferðar og leggur þannig sitt af mörkum til velsældar í samfélögunum á Reykjanesskaga og um land allt.

Sátt og samlyndi við náttúruna

Þegar öllu er á botninn hvolft þá felst sjálfbærni í Bláa Lóninu ekki aðeins í jarðsjónum – kjarnanum í allri upplifuninni – heldur einnig í endurnýjanlegum orkugjöfum, sjálfbærri hönnun, manneskjumiðaðri lýsingu, matvælum úr nánasta umhverfi, rannsóknum og þróun, verndun umhverfisins og viðurkenningu á því að það að lifa í sátt og samlyndi hvert við annað er grundvöllur þess að lifa í sátt og samlyndi við náttúruna.

 

Aðrar sögur

Blue Lagoon

Hvers vegna er Bláa Lónið blátt?

16. ágúst 2021

Blue Lagoon

Besti tíminn til að sjá norðurljósin á Íslandi

1. sept. 2020

Skin Care

Blue Lagoon Skin Care: Söguágrip

31. okt. 2019

Blue Lagoon

Bestu staðirnir til að taka myndir í Bláa Lóninu

30. apríl 2020

Veggur úr hrauni

21. júlí 2021

Bláa Lónið

Endurnærandi ævintýraferð um Reykjanesið

10. feb. 2022

Bláa Lónið Norðurljósavegur 9 240 Grindavík Sjá á korti

+354 420 8800

Hafa samband

Mín bókun