Fundar- og veislusalir Bláa Lónsins

Með stórbrotnu útsýni og náttúrulegri útlitshönnun bjóða fundar- og veislusalir Bláa Lónsins upp á einstakt og skapandi umhverfi fyrir hvers kyns viðburði.

Einstök aðstaða. Fullkomið næði.

Fundar- og veislusalir Bláa Lónsins skarta náttúrulegri, sígildri hönnun og einstöku útsýni yfir hraunbreiðuna og lónið. Umvafðir óviðjafnanlegu umhverfi eru salirnir fullkomnir fyrir fundi og viðburði af öllu tagi.

Við bjóðum fjögur glæsileg rými til margvíslegra nota sem útbúin eru nýjustu tækni. Rýmin henta jafnt faglegum samkomum, þar sem næði, einbeiting og þægindi eru í fyrirrúmi, sem og fyrir hvers konar fagnaði og veislur í stórbrotnu umhverfi sem gera daginn enn eftirminnilegri.

Hvert sem tilefnið er þá er sjálft Bláa Lónið skammt undan og gestir geta dýft sér í töfrandi og heilnæmt vatnið til að fullkomna daginn og slaka á í góðum félagsskap.

Senda fyrirspurn

Þorbjörn

Þessi fágaði fjölnotasalur tekur allt að 64 gesti í sæti og býður upp á einstök þægindi. Salurinn er búinn sérhönnuðum innréttingum og húsgögnum, fyrsta flokks tæknibúnaði og skartar draumkenndu útsýni yfir Bláa Lónið.

Hvort sem í vændum er stórveisla eða stafræn ráðstefna þá er salurinn Þorbjörn óaðfinnanlegt og glæsilegt rými bæði til afkasta og fögnuðar.

Innifalið

  • 2 x 98" skjáir

  • Meyer hljóðkerfi

  • 2x myndavélar NC 12x80 Optical Zoom

  • Usb-c og HDMI tengi í tölvu

  • Þráðlaus tenging fyrir tölvur með Airserver og Teamsroom

  • Púlt með hljóðnema

  • Þráðlaus hljóðnemi

  • Sennheiser-hljóðnemi í lofti herbergis

  • Hljóðnemi fyrir áhorfendur eða fundarhald

  • Snertiskjár á vegg til að stjórna rýminu

  • Logitech snertiskjár til að stjórna Teams fundum

Stöðluð uppröðun:

  • Hringborð (cabaret) : 36 sæti

  • Veislusalur: 64 sæti

Eldey

Eldey dregur nafn sitt af agnarsmárri eyju 16 km. suðvestan við Reykjanes og rúmar allt að 20 gesti. Salurinn er fullkomin fyrir stjórnarfundi eða smærri viðburði.

Herbergið er glæsilega innréttað með stóru borði, þægilegum leðurstólum og hnökralausum tæknibúnaði. Þetta rúmgóða herbergi er hannað fyrir skapandi og afkastamikla fundi.

Innifalið

  • 90" HD skjár

  • Jabra Panacast 50 - fjarfundabúnaður

  • Hljóðkerfi

  • Setustofa

  • WIFI

Stöðluð uppröðun:

  • Fundarborð: 16 - 18 sæti

  • Veislusalur: 12 - 20 sæti

Svartsengi

Notalegur einkasalur fyrir alvöru sælkeraupplifun sem rúmar 10–12 gesti. Salurinn er útbúinn glæsilegum húsgögnum svo gestir geti notið í þægindum þeirra ljúffengu matseldar sem fjölréttaseðill matreiðslumeistara Bláa Lónsins hefur upp á að bjóða.

Lava Lounge

Lava Lounge er glæsileg setustofa, hönnuð með hlýlegar og persónulegar samverustundir í huga þar sem gestir njóta líðandi stundar með glæsilegt útsýni yfir Bláa Lónið. Stílhrein hönnun í þægilegum litum, glæsileg húsgögn og notaleg lýsing skapa rétta andrúmsloftið fyrir afslappað og skemmtilegt einkasamkvæmi.

Lava upplifunin

Ef einkarými er ekki skilyrði fyrir viðburðinn, þá er Lava Restaurant einnig fullkominn staður fyrir kvöldverðinn. Veitingastaðurinn rúmar hópa af öllum stærðum og skartar gólfsíðum gluggum og stórkostlegu útsýni yfir Bláa Lónið.

Lava Restaurant matreiðir það besta í íslenskri matargerð úr fersku gæðahráefni og er ómissandi partur af Bláa Lóns upplifuninni. Við sérsníðum upplifunina að þörfum viðburðarins – hvort sem um er að ræða einföld tilefni með kokteilum og snittum eða flóknari fögnuð með fjölréttamatseðlum.

Samspil einbeitingar og slökunar

Viðburðir sem haldnir eru í Bláa Lóninu eru sjálfkrafa gæddir þeim frábæru eiginleikum að vera fullkomin blanda alvöru og skemmtunar þar sem töfrar lónsins er aðeins í nokkurra skrefa fjarlægð.

Með því að dýfa sér ofan í hlýtt og steinefnaríkt vatnið endurnærast gestirnir og streita dagsins líður úr þeim svo úr verður fullkomið jafnvægi milli einbeitingar og slökunar.

Í Retreat Spa hafa gestir sömuleiðis aðgang að neðanjarðarparadís þar sem nærandi vatnið, beint úr iðrum jarðar, veitir þeim ljómandi vellíðan og slökun.

Bóka fundar- og veislusali Bláa Lónsins

Fylltu út formið hér að neðan og þú færð samband við söluteymið okkar sem mun með ánægju veita þér upplýsingar og aðstoð við að skipuleggja farsælan og minnisstæðan viðburð í Bláa Lóninu.

Einnig er velkomið að hafa samband við söluteymið okkar beint í síma 420-8800.