Bláa Lónið lokar tímabundið
Grindavík 5. desember 2023
Núverandi lokun Bláa Lónsins mun gilda til kl. 7 laugardaginn 9. desember og verður staðan þá endurmetin.
Núverandi lokun Silica hótels og Retreat hótels mun gilda til kl. 7 þriðjudaginn 12. desember og verður staðan þá endurmetin.
Haft verður samband við alla gesti sem eiga bókun á þessu tímabili.
_______________________________________
Hættustig Almannavarna vegna jarðhræringa við Grindavík hefur verið fært af neyðarstigi niður á hættustig.
Föstudagskvöldið 10. nóvember, eftir að neyðarstigi Almannavarna var lýst yfir, var Grindavíkurbær rýmdur til að tryggja öryggi íbúa. Enn er erfitt að segja nákvæmlega til um hvort, hvenær eða hvar eldgos gæti brotist út. Sérfræðingar Veðurstofu, Almannavarna og Háskóla Íslands fylgjast grannt með stöðu og framþróun mála.
Töluvert hefur verið um eldsumbrot á Reykjanesi síðustu tvö ár. Viðbraðgsaðilar, yfirvöld og bæjarfélög eru vel undirbúin fyrir slíka atburði og vinna í skipulegu samstarfi og samráði við fremstu sérfæðinga landsins á þessu sviði.
Þann 9. nóvember ákvað Bláa Lónið að loka starfsstöðvum sínum í Svartsengi, þ.e. Bláa Lóninu, Silica hóteli, Retreat hóteli, Retreat Spa og veitingastaðnum Moss. Með tilliti til truflana sem orðið höfðu á upplifun gesta og langvarandi álagi á starfsfólk gripum við til þessara varúðarráðstafana til að tryggja öryggi og velferð, sem er okkar helsta forgangsmál nú sem endranær.
Nánari upplýsingar um stöðu jarðhræringa má nálgast á vef Veðurstofu Íslands.
Nánari upplýsingar og svör við algengum spurningum má finna neðar á síðunni.