Skilmálar og afbókunarreglur | Bláa Lónið

Skilmálar og afbókunarreglur

Hér fyrir neðan finnur þú víðtækar upplýsingar um mikilvæg atriði á borð við greiðslu, bókanir, e-miða, ferðir og afbókanir.

Þetta eru almennir þjónustuskilmálar og afbókunarreglur Bláa lónsins hf. (Bláa lónið hf.), skráð að Grindavíkurbraut 9, 240 Grindavík.
Þessir skilmálar og reglur eiga við um alla gesti Bláa lónsins og Retreat Spa sem kaupa vörur/þjónustu á https://www.bluelagoon.com, hér eftir kallað vefsvæði.
Ákvæði 4. og 5. gilda ekki fyrir sumargjöf Bláa Lónsins

1. Verð og greiðsla

Allar pantanir sem gerðar eru á vefsvæðinu skulu greiðast að fullu með kreditkorti þegar þær eiga sér stað. Öll verð á vefsvæðinu eru sjálfgefin í EUR. Þegar þú hefur hafið bókunarferlið getur þú valið ISK, USD eða GBP sem aðra gjaldmiðla. Hins vegar verða kaupin alltaf í ISK. Verð innihalda VSK og alla aðra skatta ásamt þjónustugjöldum. Verð geta breyst án fyrirvara. Eftir að greiðsla hefur verið innt af hendi og/eða reikningur gefinn út munu ekki koma til nein aukagjöld nema í þeim tilvikum sem verðhækkun á sér stað sökum laga- eða gjaldeyrisbreytinga.

2. Pantanir á netinu

Kaup sem ná yfir fjölbreytta þjónustu og/eða vörur takmarkast af því sem í boði er þegar heimsóknin á sér stað. Allar vörur og/eða þjónusta sem innifalin er í aðgangspakkanum, s.s. borðapantanir á veitingastöðum, bókanir í nudd, fylgihlutir og fleira, er háð framboði. Séu viðeigandi vörur og/eða þjónusta ekki í boði af einhverri ástæðu átt þú rétt á endurgreiðslu á þeirri tilteknu vöru/þjónustu eða að breyta tíma- og/eða dagsetningu bókunar þinnar án aukakostnaðar.

3. E-miðar

Þegar þú bókar á vefsvæðinu er aðeins hægt að nota rafræna miðann sem þú færð einu sinni. Sé reynt að nota hann aftur verður honum hafnað.

Ólögleg endursala eða tilraun til endursölu er grundvöllur fyrir haldlagningu og ógildingu án endurgreiðslu. Miðar sem fengnir eru hjá óviðurkenndum aðilum gætu verið týndir, stolnir eða falsaðir miðar, og eru ógildir ef svo er. Ekki er hægt að leysa út fé fyrir miða. Hvers kyns afritun miða er ólögleg.

Miðinn er eingöngu gildur á þeirri dag- og tímasetningu sem valin var í bókunarferlinu og kemur skýrt fram á miðanum sem þú fékkst sendan eftir að þú gekkst frá kaupunum. Ef þú mætir ekki á þeirri dag- og tímasetningu sem þú hafðir pantað getur Bláa lónið ekki ábyrgst framboð.

Ef þú hefur bókað einkabúningsherbergi hjá Retreat Spa verður búningsherbergið frátekið fyrir þig á þeirri dag- og tímasetningu sem þú valdir. Ef þú mætir seint framlengist dvöl þín ekki sem því nemur. Búningsherbergið er frátekið fyrir þig í fimm klukkutíma, talið frá komutíma samkvæmt bókun þinni.

4. Breyting á bókun

4a.Bláa lónið

Viljir þú gera breytingar á staðfestri bókun, hefur það í för með sér kostnað sem nemur 1400 ISK fyrir hverja breytingu. Viljir þú breyta úr dýrari miða í ódýrari, verður mismunurinn ekki endurgreiddur. Til að breyta bókun, vinsamlegast sendu okkur beiðni í tölvupósti á contact@bluelagoon.com og láttu upprunalegt staðfestingarnúmer fylgja. Þú getur ekki breytt dag- eða tímasetningu bókunar eftir að dag-/tímasetningin sem þú valdir upprunalega er liðin.

4b.Retreat Spa

Til að breyta bókun, vinsamlegast sendu okkur beiðni á retreatspa@bluelagoon.com

5. Afbókanir

Blue Lagoon/Destination Blue Lagoon/Retreat Spa

Allar afbókanir verða að berast Bláa lóninu í gegnum My Blue Lagoon eða Bluelagoon.com/contact eða skriflega á netfangið contact@bluelagoon.com.

Fyrir bókanir frá 1. janúar 2021 til 31. desember 2021

  • Ef þú afbókar með meira en 48 klukkustunda fyrirvara: 100% endurgreiðsla
  • Ef þú breytir bókun með minna en 48 klukkustunda fyrirvara, munum við innheimta aukagjald sem nemur 1800 ISK
  • Ef þú afbókar með minna en 48 klukkustunda fyrirvara: Engin endurgreiðsla

Bláa lónið hf. áskilur sér rétt til að afturkalla allar bókanir og pantanir, þegar ómögulegt er að veita alla þjónustu fyrirtækisins vegna óviðráðanlegra atvika (force majeure), eins og en ekki eingöngu vegna veðurs, verkfalla, náttúruhamfara eða hvers kyns frávika sem ekki eru á valdi fyrirtækisins. Þegar svo ber undir eru engar bætur eða endurgreiðsla.

6. Samgöngur

Rútuferðir til/frá Bláa lóninu til/frá Reykjavík og Keflavíkurflugvelli eru í boði í bókunarferlinu sem aukaþjónusta. Samgöngurnar eru starfræktar af samstarfsaðila okkar, Destination Blue Lagoon og samstarfsaðila þeirra, Smartbus. Þegar þú bókar ferð með aðgangspakkanum þínum færðu sendan tölvupóst frá Destination Blue Lagoon sem inniheldur farmiðann.

7. Ljósmyndir, myndskeið og samfélagsmiðlaefni

Ekki má nota ljósmyndir, myndskeið eða samfélagsmiðlaefni sem tekið er í Bláa lóninu, á Retreat Silica Hotel eða í annarri aðstöðu Bláa lónsins í neinum viðskiptatengdum tilgangi, án fyrir fram skriflegs samþykkis frá Bláa lóninu hf. Til að fá frekari upplýsingar, vinsamlegast sjáðu photograph/film release conditions á vefsvæði okkar. Við áskiljum okkur rétt til að fara fram á bætur vegna allrar notkunar sem stangast á við skilyrði okkar.

8. Ábyrgð og tryggingar. Óviðráðanleg atvik

Bláa lónið undanskilur sig ábyrgð á öllu tapi, skemmdum, slysum, veikindum eða breytingum á áætlunum sökum óviðráðanlegra atvika (force majeure), eins og en ekki eingöngu vegna veðurs, verkfalla, náttúruhamfara eða hvers kyns frávika sem ekki eru á valdi fyrirtækisins og á útgjöldum vegna einhverra þessara ástæðna.

Bláa lónið undanskilur sig ábyrgð á verðmætum gesta sem gætu glatast eða skemmst meðan á heimsókninni stendur. Slíkt tap eða útgjöld því tengd eru á persónulegri ábyrgð gesta.

Við ráðleggjum öllum viðskiptavinum okkar að hafa gilda ferðatryggingu. Slíka tryggingu ætti að vera hægt að fá í búsetulandi þínu.

9. Almenn ákvæði

Þú samþykkir að hvaða krafa, málsókn eða málshöfðun sem kemur til vegna þessara ákvæða og skilmála og/eða keyptrar vöru/þjónustu lúti og skuli túlkuð í samræmi við íslensk lög. Komi upp lagalegur ágreiningur samþykkja báðir aðilar að lúta lögsögu og óskiptum valdheimildum dómara og dómstóla Reykjanesbæjar.

10. Breytingar á skilmálum

Við áskiljum okkur rétt til að gera breytingar á þessum þjónustuskilmálum og afbókunarreglum hvenær sem er. Dagsetningu síðustu endurskoðunar þessa þjónustuskilmála er að finna neðst á síðunni. Áframhaldandi notkun þín á vefsvæðinu eftir slíkar breytingar telst sem staðfesting þín á breyttum skilmálum og samþykki þitt um að hlíta breyttum skilmálum.

Bláa Lónið Norðurljósavegur 9 240 Grindavík Sjá á korti

+354 420 8800

Hafa samband

Mín bókun