Hvers vegna er Bláa Lónið blátt?

Bláa Lónið er blátt vegna þess hvernig kísill – hið einkennandi frumefni sem lónið er svo auðugt af – endurkastar sjáanlegu ljósi.

Bláa Lónið er blátt vegna þess hvernig kísill – hið einkennandi frumefni sem lónið er svo auðugt af – endurkastar sjáanlegu ljósi þegar hann er orðinn að sviflausn í vatninu.

Allir hlutir endurkasta sjáanlegu ljósi. Það fer síðan eftir sameindagerð viðkomandi einingar hvaða tilteknum lit af ljósinu er endurkastað. Rauð málning, til dæmis, er rauð vegna þess að hún er sérhönnuð til að endurkasta aðeins rauðum bylgjulengdum hins sjáanlega ljóss.

Allar aðrar bylgjulengdir (liti) gleypir málningin í sig. Til að ná utan um þetta fyrirbæri er gagnlegt að skilja eðli sjáanlegs ljóss. Ljósið sem við sjáum eru rafsegulbylgjur á ákveðnu tíðnisviði sem auga mannsins getur numið. Það ferðast með hraða sem er nálægt 300.000 km á sekúndu (ljóshraði) í bylgjum sem eru u.þ.b. á stærð við títuprjónshaus. Ennfremur er allt litróf sjáanlegs ljóss umlukið hvítu ljósi. Þetta er hægt að sýna með hjálp strendings (prisma) sem gerir okkur kleift að brjóta hvítt ljós á auðveldan hátt niður í liti regnbogans þar sem hver litur samsvarar ákveðinni bylgjulengd þess.

Þegar sjáanlegt ljós lendir á efni er hegðun þess háð bylgjulengd ljóssins og sameindagerð efnisins. Allajafna, þá ýmist sogar efnið í sig hinar mismunandi bylgjulengdir ljóssins eða endurkastar þeim. Hinir endurköstuðu litir eru það sem við sjáum. Gleyptu litirnir eru ósýnilegir.

When sunlight strikes a molecule of silica, blue is the only color that is reflected.

Þegar sólarljósið rekst á sameindir kísils er blár eini liturinn sem endurkastast. Aftur að kísli – steinefnasamband sem inniheldur frumefnið kísil og súrefni og hefur efnafræðiheitið SiO2 – það er ljóst að þegar þetta lífvirka steinefni verður að sviflausn í vatni, endurkastar það aðeins bláum bylgjulengdum hins sjáanlega ljóss. Aðra liti gleypir það í sig. Þess vegna er Bláa Lónið blátt.

Aðrar sögur

Blue Lagoon

Hvað gerir Bláa Lónið að einu af undrum veraldar?

Afþreying í nágrenni Bláa Lónsins

Blue Lagoon

Besti tíminn til að sjá norðurljósin á Íslandi

Blue Lagoon

Bestu staðirnir til að taka myndir í Bláa Lóninu

Skin Care

Blue Lagoon Skin Care: Söguágrip

Veggur úr hrauni

Bláa Lónið Norðurljósavegur 9 240 Grindavík Sjá á korti

+354 420 8800

Hafa samband

Mín bókun