Vetrarkort Bláa Lónsins
Fjárfestu í vellíðan í vetur. Vetrarkortið veitir þér aðgang að einstöku vatni Bláa Lónsins til 15. maí. Sala á vetrarkortunum hefst í september ár hvert.
Um vetrarkort
Vetrarkortið veitir þér aðgang að Bláa Lóninu. Bóka þarf heimsóknina fyrir fram. Þú færð afnot af handklæði og andlitsmaska á maskabarnum í hverri heimsókn.
Fjölskyldukort
ISK 62 900
Ótakmarkaðar samverustundir með fjölskyldunni. Að hámarki geta tveir fullorðnir og fjögur börn þeirra á aldrinum 2-13 ára, í fylgd með foreldrunum, notað fjölskyldukort.
Einstaklingskort
ISK 34 900
Fjárfesting í vellíðan. Kortið gildir einungis fyrir þann einstakling sem skráður er á kortið, auk tveggja barna korthafa á aldrinum 2-13 ára, í fylgd með honum.
Gerðu meira úr þinni heimsókn
Korthafar hafa þann möguleika að gæða heimsókn sína annars konar töfrum og nota aðganginn sem greiðslu upp í ólíkar upplifanir.
Bóka heimsókn
Til að bóka nota korthafar bókunarvél Bláa Lónsins og skrá sig inn með SMS. Í bókunarvél er hægt að velja dag og tíma fyrir heimsóknina.
Korthafar geta haft fimm virkar bókanir fram í tímann. Ef til forfalla kemur er mikilvægt að afbóka, en afbókanir og tímabreytingar er hægt að framkvæma hér.
Bóka heimsókn