Vetrarkort Bláa Lónsins
Vetrarkort veitir þér aðgang og tækifæri til að endurnærast í jarðsjó Bláa Lónsins allt fram til 15. maí. Hægt að kaupa vetrarkort til 1. mars 2023.
Fjárfestu í nýjum upplifunum og vellíðan.
Um Vetrarkort
Vetrarkortið veitir þér aðgang að Bláa Lóninu en bóka þarf heimsóknina fyrirfram. Þú færð afnot af handklæði og andlitsmaska á Maskabarnum í hverri heimsókn.
Fjölskyldukort
ISK 36 500
Samverustund með fjölskyldunni í áskrift. Að hámarki geta tveir einstaklingar og fjögur börn þeirra á aldrinum 2-13 ára, í fylgd með foreldrunum, notað fjölskyldukort.
Einstaklingskort
ISK 21 600
Fjárfesting í vellíðan. Kortið gildir einungis fyrir þann einstakling sem skráður er á kortið, auk þess tvö börn korthafa, 2-13 ára, í fylgd með honum.
Gerðu meira úr þinni heimsókn
Korthafar hafa þann möguleika að gæða heimsókn sína annars konar töfrum og nota aðganginn sem greiðslu upp í ólíkar upplifanir.
Bóka upplifun
Korthafar velja dag og tíma dags með því að nota bókunarvél Bláa Lónsins og innskrá sig með SMS.
Athugið að alltaf þarf að bóka heimsókn fyrirfram og aðgengi er háð bókunarstöðu.
Bóka upplifun