Sjá allar upplifanir

Gisting á Retreat Hotel og fimm rétta matarupplifun á Moss Restaurant ásamt vínpörun

Njóttu hvíldar frá amstri hversdagsins í undursamlegu umhverfi og leyfðu matreiðslumeisturum Moss að gleðja bragðlaukana með ljúffengum réttum úr fersku hráefni úr íslenskri náttúru – frá fjalli að fjöru.

Retreat

Gjöf sem skapar minningar

Gjafabréfið felur í sér eina nótt í Moss view junior svítu eða Lava View junior svítu á Retreat fyrir tvo, aðgang að Retreat Spa og Bláa Lóninu, ásamt fimm rétta matarupplifun á veitingastaðnum Moss sem hlotið hefur Michelin viðurkenningu. Vínpörun á veitingastaðnum Moss.

Innifalið

  • Gisting fyrir tvo í eina nótt á Retreat

  • Drykkur við komu

  • Morgunverður

  • Húðvörur

  • Ótakmarkaður aðgangur að Retreat Spa, Retreat lóninu og Bláa Lóninu

  • Fimm rétta matarupplifun á Moss

  • Vínpörun á Moss

Einstök upplifun bíður

Hér má lesa meira um það sem er innifalið.

Tímalaus fágun

Um Retreat Hotel og Moss Restaurant

Retreat sameinar heilsulind neðanjarðar, jarðhitalón, veitingastað sem endurglæðir íslenskar matreiðsluhefðir og 60 herbergja hótel sem hinn einstaki jarðsjór Bláa Lónsins umlykur. Á Retreat gefst gestum kærkomið tækifæri til að draga sig í hlé frá umheiminum og stíga inn í tímalausa veröld slökunar, endurnæringar og uppgötvana.

Veitingastaðurinn Moss er einn sá fremsti á Íslandi og fékk þá einstöku viðurkenningu að hljóta Michelin stjörnu árið 2023. Á veitingastaðnum má njóta magnaðs útsýnis yfir hraunbreiðuna sem umlykur Bláa Lónið. Matreiðslumenn Moss gleðja bragðlaukana með ljúffengum réttum úr fersku hráefni úr íslenskri náttúru – frá fjalli að fjöru. Hægt er að velja á milli fimm og sjö rétta samsettra seðla sem eru breytilegir eftir árstíðum eða vegan matseðils.

The Retreat - Moss Restaurant - Blue Lagoon Iceland

Bláa Lónið Norðurljósavegur 9 240 Grindavík Sjá á korti

+354 420 8800

Hafa samband

Mín bókun