Vatnið í Bláa Lóninu: gagnleg áhrif af „gjöf jarðvarmans“

Vatnið í Bláa Lóninu er ríkt af örþörungum, kísil og steinefnum og er því einstök náttúruauðlind. Lestu meira um þessa „gjöf jarðvarmans“.

HVAÐ ER VATNIÐ Í BLÁA LÓNINU?

Árið 2012 var Bláa Lónið skilgreint sem eitt af 25 undrum veraldar af tímaritinu National Geographic. Sá heiður var ekki til kominn vegna staðsetningar þess í umhverfi sem býr yfir fegurð líkt og af öðrum heimi; heldur vegna gífurlega ummyndandi krafta vatnsins sem lónið er þekkt fyrir og tímaritið kallaði „gjöf jarðvarmans“. Rík af örþörungum, kísil og steinefnum á þessi einstaka náttúruauðlind engan sinn líka á jörðinni. Þetta er lífvirkt undur sem býr yfir gífurlega miklum og margþættum ávinningi fyrir hugann, líkamann og húðina.

Uppruni Jarðsjór Bláa Lónsins verður til djúpt í iðrum jarðar þar sem ferskvatn og sjór blandast saman undir gífurlegum þrýstingi í brennheitum og gljúpum jarðlögum. Þegar jarðsjónum er dælt upp á yfirborðið gegnum borholur af 2.000 metra dýpi, er þessi vökvablendingur ekki enn orðinn lífvirkur.

Frá jarðvarma til lífvirkni Umbreytingin frá því að vera jarðhitasjór yfir í lífvirkt vatn á sér stað þegar vökvanum er veitt út í ósnortið náttúrulegt umhverfi Bláa Lónsins. Það er hér sem eitthvað alveg einstakt gerist: vatnið kemst í snertingu við norðurskautsloftslag og kraftmikil náttúruöflin í eldvirku landslaginu og það getur af sér einstakt vistkerfi sem er sneisafullt af kísil, steinefnum og nýstárlegum tegundum af blágrænum þörungum. Kröftugur töframáttur þessara náttúruafla breytir jarðsjónum í lífvirkt undur.

Óviðjafnanleg auðlind Vatnið í Bláa Lóninu er gætt undraverðum lækningamætti. Í þrjá áratugi hefur þessi áhrifamikla eining fært gestum hvaðanæva að úr heiminum, heilbrigði, lækningu, gleði og vellíðan. Eftir áratuga rannsóknir sem leitt hafa til einkaleyfis á örþörungum og kísil Bláa Lónsins, hefur vatnið einnig reynst vera áskorun um þróun á húðvörum Bláa Lónsins. Afrakstur þeirrar vinnu í Rannsóknarmiðstöð Bláa Lónsins með sjálfbærum aðferðum; er lífvirkur fjársjóður vatnsins sem greinir okkar húðvörur frá öllum öðrum vörumerkjum

Blue Lagoon Skincare er í dag með þrjár aðskildar vörulínur: Spa til að upplifa undursamlegt húðdekur Bláa Lónsins heima hjá sér; húðlækningavörur fyrir klíníska meðferð við krónískum húðsjúkdómum og BL+ til að vinna gegn öldrunareinkennum húðar og hámarka heilbrigði hennar með hágæða formúlum sem eru líftækniafurð í fremstu röð.

Hvort sem það er að færa gestum Bláa Lónsins ógleymanlegar minningar eða ljá notendum húðvaranna æskuljóma; þá er vatnið í Bláa Lóninu máttug, tímalaus, náttúruleg auðlind.

Aðrar sögur

Veggur úr hrauni

Afþreying í nágrenni Bláa Lónsins

Blue Lagoon

Sjálfbærni í Bláa Lóninu

Blue Lagoon

Hvað gerir Bláa Lónið að einu af undrum veraldar?

Bláa Lónið

Endurnærandi ævintýraferð um Reykjanesið

Blue Lagoon

Kort af Bláa Lóninu

Bláa Lónið Norðurljósavegur 9 240 Grindavík Sjá á korti

+354 420 8800

Hafa samband

Mín bókun