Ógleymanleg upplifun fyrir sanna sælkera

Michelin-kokkarnir Claude Bosi og Aggi Sverrisson verða í aðalhlutverki ásamt hinum virta víngerðarmanni Daniel Carvajal Pérez hjá Dom Pérignon. Gestir fá að njóta sex rétta sælkeramatseðils sem hannaður verður sérstaklega fyrir kvöldið.

Matreiðslumeistarinn Bosi, sem stýrir eldhúsinu á hinum eftirsótta veitingastað Bibendum í London, og Aggi Sverrisson, yfirmatreiðslumeistari á Moss Restaurant, munu töfra fram sælkeraupplifun úr árstíðabundnu hráefni. Kvöldið verður svo fullkomnað með árgangavínum frá Dom Pérignon sem meistaravínþjónninn Clément Robert hefur parað sérstaklega við réttina.

Við hlökkum til að sjá þig á þessum ógleymanlega sælkeraviðburði á Moss Restaurant.

Bókanir og nánari upplýsingar

Dagsetning Föstudagur, 26. maí Staðsetning Blue Lagoon Iceland Norðurljósavegur 11 240 Grindavík

Bókanir retreathotel@bluelagoon.com +354 420 8700 Klæðnaður Snyrtilegur

Ógleymanleg íslensk matarupplifun

Bláa Lónið Norðurljósavegur 9 240 Grindavík Sjá á korti

+354 420 8800

Hafa samband

Mín bókun