Moss Restaurant | Bláa Lónið

Moss Restaurant

Michelin-handbókin 2022 mælir með Moss Restaurant, þaðan sem njóta má magnaðs útsýnis yfir hraunbreiðuna sem umlykur Bláa Lónið.

Matseðlar

Leyfðu matreiðslumeisturum Moss að gleðja bragðlaukana með ljúffengum réttum úr fersku hráefni úr íslenskri náttúru – frá fjalli að fjöru.

Samsettir seðlar

Fjölrétta matseðillinn okkar er uppbyggður af ferskasta staðbundna hráefni í boði hverju sinni og breytist eftir árstíðum.

Vegan matseðill

Upplifðu nýjar lendur með spennandi vegan matseðli.

Ferskt. Staðbundið. Árstíðatengt.

Matreitt með virðingu og umhyggju fyrir landinu okkar – og hinni ríkulegu matarkistu sem hér er að finna.

Vínkjallarinn

Í vínkjallaranum okkar, höggnum inni í aldagamalt hraun, eru veggirnir þaktir flöskum með eðalvíni frá öllum heimshornum, sem vínþjónn okkar annast af ástríðu og visku.

Aggi

Aggi fæddist á Íslandi og byrjaði kokkaferilinn snemma, eða 18 ára að aldri. Hann flutti síðar til Englands þar sem hann gekk til liðs við Raymond Blanc hjá Le Manoir aux Quat' Saisons sem er elsti tveggja stjörnu Michelin veitingastaður landsins og fékk hann stöðu yfirkokks þar árið 2005. Tveimur árum seinna fór hann út í sjálfstæðan rekstur og var aðalhugmyndasmiður, eigandi og yfirkokkur veitingastaðarins Texture Restaurant & Champagne Bar. Staðurinn fékk Michelin stjörnu árið 2010 og hélt þeirri eftirsóttu viðurkenningu í 10 ár. Árið 2020 snéri Aggi aftur til heimahaganna og sinnir nú stöðu yfirkokks á Moss Restaurant þar sem hann blandar asískum áhrifum við sígilda íslenska matargerð og umbreytir þannig árstíðarbundnum hráefnum í sælkeraupplifanir.

Bókanir og nánari upplýsingar

Viðburður Laugardaginn 18. febrúar kl. 19:30 Staðsetning Retreat Hotel Norðurljósavegur 11 240 Grindavík

Bókanir retreathotel@bluelagoon.com +354 420 8700 Klæðnaður Snyrtilegur

Moss - caviar mynd

Bláa Lónið Norðurljósavegur 9 240 Grindavík Sjá á korti

+354 420 8800

Hafa samband

Mín bókun