Moss Restaurant
Michelin-handbókin 2020 mælir með Moss Restaurant, þaðan sem njóta má magnaðs útsýnis yfir hraunbreiðuna sem umlykur Bláa Lónið.
Matseðlar
Leyfðu matreiðslumeisturum Moss að gleðja bragðlaukana með ljúffengum réttum úr fersku hráefni úr íslenskri náttúru – frá fjalli að fjöru.
Samsettir seðlar
Matseðlar sem breytast eftir árstíðum – og innihalda ýmist fimm eða sjö rétti.
Chef's Table
Hefst kl. 18:30
Taktu þér hlutverk heiðursgests og leyfðu matreiðslumeistara okkar að fylgja þér í sjö rétta leiðangur þar sem fagmennska og hugvitssemi einkenna ógleymanlega veislu.
Ferskt. Staðbundið. Árstíðatengt.
Matreitt með virðingu og umhyggju fyrir landinu okkar – og hinni ríkulegu matarkistu sem hér er að finna.
Könnuðir nýrra lenda í íslenskri matargerð. Safnarar bestu og ferskustu hráefna. Hönnuðir síbreytilegra matseðla sem gera árstíðabundið ljúfmeti að sígildri sælkeraupplifun. Þannig má lýsa teymi meistarakokka Moss Restaurant.
Vínkjallarinn
Í vínkjallaranum okkar, höggnum inni í aldagamalt hraun, eru veggirnir þaktir flöskum með eðalvíni frá öllum heimshornum, sem vínþjónn okkar annast af ástríðu og visku.