Fólkið okkar
Frá upphafi hefur einlæg forvitni starfsfólks okkar drifið Bláa Lónið áfram.
Við höfum í 30 ár verið umvafin framsæknum og skapandi einstaklingum sem með sjálfbærni að leiðarljósi nýta krafta náttúrunnar til að hanna upplifun og afurðir sem næra gesti á sál og líkama.
Með forvitni og sjálfbærni að leiðarljósi
Að skapa ógleymanlegar minningar, fyrir landsmenn og erlenda gesti, hefur alla tíð verið okkar mikilvægasta hlutverk. Við leggjum okkur fram við að ávallt þróa og rækta veröld Bláa Lónsins í sátt við umhverfi og samfélag svo dvöl gestana sé sem eftirminnilegust. Í dag er Bláa Lónið í fararbroddi í nýsköpun á sviði þjónustuhönnunar, upplifunar og vöruþróunar og það er frumkvöðlakrafts starfsfólks okkar að þakka. Við erum ákaflega stolt af fólkinu okkar, metnaðinum sem það býr yfir og þeim magnaða starfsanda sem hér ríkir. Því bjóðum við ykkur að kynnast nokkrum af þeim stórkostlegu einstaklingum sem gera Bláa Lónið að Bláa Lóninu.
Kynntu þér sögurnar
Hér má sjá viðtöl við nokkra starfsmenn okkar þar sem þau ræða starf sitt og bakgrunn.
Cindy Rún Xiao Li - Samfélagsmiðlastjóri
Cindy byrjaði sem móttökuritari hjá Bláa Lóninu og er nú samfélagsmiðlastjóri. Hún talar um tækifærin sem starfsfólkið fær til að vaxa í starfi og blómstra á sínu sviði.
Marteinn Már Jakobsson – Móttökustjóri hjá Retreat Hotel
Marteinn er móttökustjóri á Retreat hótelinu. Hér segir hann frá starfsanda Bláa Lónsins og þeirri virðingu sem starfsfólkið ber fyrir hverju öðru, gestum lónsins og náttúrunni.
Esther - Hjúkrunarfræðingur
Esther er hjúkrunarfræðingur í Lækningalind Bláa Lónsins og hún talar um litlu kraftaverkin sem hún sér á hverjum einasta degi í meðferðum skjólstæðinga sinna.
Jónatan Arnar Örlygsson – Vörustjóri
Jónatan er vörustjóri hjá Bláa Lóninu. Hér útskýrir hann hvernig hönnuðir fyrirtækisins nota eitt af gildum okkar - innblástur - til þess að ná fram róandi andrúmslofti á vefnum.
Rósa Björk Svavarsdóttir - Yfirframreiðslumaður
Rósa hefur starfað sem yfirframreiðslumaður hjá Bláa Lóninu frá 2013 og vill hvergi annars staðar vera. Hér lýsir hún því hversu yndislegt og fjölbreytt starf hennar er.
Ása Brynjólfsdóttir, rannsóknar- og þróunarstjóri
Ása ræðir áratugalangt starf sitt sem rannsóknar- og þróunarstjóri og verkefnin sem hún tekst á við. Hún ræðir einnig gildin og umhverfisstefnuna sem Bláa Lónið hefur ávallt að leiðarljósi.
Nicholas Christopher Grinyer, gestgjafi
Nick hefur starfað sem gestgjafi hjá Bláa Lóninu í 8 ár. Hér ræðir hann um hvað starf hans felur í sér sem og um starfsanda fyrirtækisins og ímynd Bláa Lónsins út á við.