Spurt og svarað
Algengar spurningar frá gestum
Bláa Lónið er einstakur jarðsjór sem er að tveimur þriðju hlutum saltvatn og einum þriðja hluta ferskvatn. Jarðsjórinn finnst á allt að 2000 metra dýpi og er leiddur með lögn frá uppsprettunni að heilsulindinni þar sem gestir njóta þess að slaka á í hlýjum jarðsjónum. Jarðsjórinn rennur einnig af sjálfsdáðum um hraunið sem umlykur svæðið og blandast því auðveldlega jarðsjónum sem leiddur er í lögn að heilsulindinni. Jarðsjórinn er ríkur af steinefnum, kísli og þörungum.
Baðstaðurinn er 8.700 m2 og í lóninu eru um 9 milljón lítrar af jarðsjó.
Með því að leiða hluta jarðsjávarins í lögn að Bláa Lóninu er hægt að stjórna hitastigi lónsins og halda því í 37-39°C. Sírennsli er í gegnum lónið og endurnýjast allt vatnið á 40 klukkustundum. Sýni eru tekin reglulega og eru þau ávallt undir viðmiðunarmörkum. Sýni eru tekin í samræmi við reglur Bláfánans og þurfa að uppfylla strangar kröfur hvað varðar vatnsgæði, öryggismál og verndun umhverfisins. Bláa Lónið var fyrsti staðurinn á Íslandi til þess að fá Bláfánann afhentan.
Gestir fá afhend armbönd við komu í Bláa Lónið. Auk þess að vera lyklar fyrir skápa í klefum geta gestir notað armböndin sem kreditkort og verslað á innilaugarsvæði.
Já, tekið er við eftirfarandi mynt: USD, GBP, CAD, DKK, NOK, SEK, CHF, JPY, EUR.
Öryggisgæsla í Bláa Lóninu er öflug. Allir starfsmenn baðsvæðis uppfylla kröfur sem gerðar eru til baðvarða og eru æfingar tíðar. Það eru alltaf a.m.k. tveir öryggisverðir á vakt en fleiri þegar gestafjöldi eykst. Einn er uppi í turni þar sem öll öryggistæki eru til staðar en annar öryggisvörður er á gangi á baðsvæðinu.
Hver og einn einstaklingur er á sinni eigin ábyrgð ofan í lóninu. Hitastig lónsins er á bilinu 37-39°C og er barnshafandi konum því ráðlagt að meta líkamlegt ástand sitt áður þær fara ofan í lónið þar sem líkaminn bregst misvel við heitu vatni. Barnshafandi konum er bent á að drekka nóg af vatni á meðan dvalið er í lóninu. Bláa Lónið býður upp á meðgöngunudd sem fer fram á dýnu ofan í lóninu.
Aldurstakmark í Bláa Lónið er tveggja ára. Öll börn 2-8 ára eiga að vera með armkúta í lóninu, sem hægt er að fá lánaða á staðnum. Enginn aðgangseyrir er fyrir börn 13 ára og yngri í Bláa lónið í fylgd með forráðamönnum.
Forráðamenn þurfa að vera 16 ára eða eldri og mega að hámarki tveir gestir 2-13 ára vera með hverjum forráðamanni. Dýpi lónsins er 90-140 cm og því full ástæða til að hvetja foreldra og forráðafólk að gæta fyllstu varúðar með ung börn.
Já, það er hægt að fá lánaðan hjólastól, bæði hefðbundinn stól og sturtustól. Vinsamlegast ráðfærið ykkur við starfsfólk í gestamóttöku við komu.
Ef einstaklingur þarf á aðstoð að halda í búningsaðstöðu og í og við lónið þá greiðir fylgdarmaður ekki fyrir aðgang. Vinsamlegast hafið samband við söludeild í síma 420 8800 eða contact@bluelagoon.is.
Mælt er með að nota húðvörur sem eru sérstaklega þróaðar fyrir ungbörn. Hins vegar ætti að vera óhætt að nota allar meðferðarvörur Blue Lagoon húðvara fyrir ungbörn þar sem þær eru allar ofnæmisprófaðar, ilmefna- og litarefnalausar.
Sigríður Sigþórsdóttir, Basalt Arkitektar, er aðalhönnuður baðstaðarins.
Stóri hraunveggurinn er einkennandi fyrir Bláa lónið og telur 130.000 hraunhellur.
Búningsaðstaðan rúmar 700 gesti samtímis. Búningsklefarnir eru sex talsins, þrír kvennaklefar og þrír karlaklefar. Á efri hæð baðstaðarins eru tveir kvennaklefar og tveir herraklefar. Speglar og hárblásarar eru til staðar í klefunum. Sérstakir skiptiklefar þar sem gestir geta skipt um föt í einrúmi eru einnig í klefum á efri hæð.
Gestir geta verið í Bláa Lóninu eins lengi og opnunartími segir um. Opnunartími er breytilegur og hægt er að finna frekar upplýsingar um hann hér.
Bláa Lónið býður upp á örugga töskugeymslu, þar sem hægt er að geyma töskur á meðan notið er í lóninu. Töskugeymslan er staðsett í þjónustuhúsinu, rétt hjá bílastæðinu.
Ef þú ert með bakpoka eða lítinn poka ætti hann að passa í skápinn í búningsklefanum.
Opnunartímar töskugeymslunnar eru þeir sömu og í Bláa Lóninu
Verð á hverja tösku er 800kr.
Þar sem að Bláa Lónið er vinsæll áfangastaður, er æskilegt að bóka fyrirfram.
Fyrir meiri lúxus og næði bendum við á Retreat Spa.
Árs- og vetrarkort Bláa Lónsins veitir aðgang að Bláa Lóninu í heilt ár og eru fáanleg fyrir einstaklinga eða fjölskyldur.
Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um kortin hér
Dýpi lónsins er 90-140cm.
Drónar eru bannaðir í og í kringum svæði Bláa Lónsins.
Velkomið er að taka myndir á meðan notið er Bláa Lónsins. Myndatökur eru hinsvegar bannaðar í og í kringum skiptiklefa. Engin ábyrgð er tekin á skemmdum tækjum, týndum símum eða myndavélum.
Við biðjum gesti að hafa í huga að armböndin sem afhent eru við komu gera gestum kleift að opna og loka skápnum sínum að vild. Þar af leiðandi er hægt að fara eins oft og vilji er í skápinn til að geyma myndavél eða síma. Mikilvægt er að passa vel upp á myndavélina eða símann og skilja við hvorugt.
Ef þú ert atvinnuljósmyndari/myndatökumaður og vilt spyrjast fyrir um myndatökur í Bláa Lóninu, vinsamlegast fylltu út þetta eyðublaðið hér
Hægt er að leigja sundföt, handklæði og sloppa í móttökunni í stærðum S til XL.
Gjafakort Bláa Lónsins er frábær glaðningur fyrir einstaklinga á öllum aldri. Hér getur þú skoðað öll gjafabréf Bláa Lónsins.
Einstaklingur verður að hafa náð 16 ára aldri til að mega fara einn án forráðamanna í Bláa Lónið.