Flot í Bláa Lóninu
Hlýja, þyngdarleysi og vellíðan í Bláa Lóninu.
Slökun. Hugleiðsla. Umbreyting.
Að fljóta í steinefnaríkri hlýju í einu af undrum veraldar færir þér djúpa slökun og hugleiðsluástand um leið og þú finnur samhljóm með vatninu, jörðinni og snertingu meðferðaraðila. Dáleiðandi samspil þyngdarleysis og þægilegs nudds mýkir líkamann, róar hugann og lyftir andanum – dregur úr stressi, linar verki og stuðlar að innri friði.
Þrjár upplifanir
Jafnvægi milli þess að fljóta frjáls og fá líkamsmiðað flot ræðst af fjölda gesta.
Hrífandi. Heilandi. Heildrænt.
Flothetta er íslensk uppfinning sem veitir líkamanum fullkominn flotstuðning í vatni. Með floti eru heilnæmir kraftar vatns og þyngdarleysis sameinaðir þeirri vellíðan sem fylgir líkamsmiðuðu floti. Flotbúnaður Flothettu sér um að halda þér á floti og meðferðaraðilinn þinn kemur með mannlegu snertinguna sem leiðir þig inn í nýjar víddir af líkamlegri, tilfinningalegri og andlegri vellíðan.
Að sleppa takinu
Með áherslu á stoðkerfið, liðina og að losa spennu úr hryggsúlunni með næmri meðferð á borð við teygjur, tog og létt nudd; má segja að flotið byggist á því að sleppa takinu. Þú lætur af stjórninni og gefur þig alfarið á vald flæðisins í upplifuninni. Þú ert laus frá þyngdaraflinu, jarðvarminn umlykur þig og í öruggum höndum meðferðaraðilans gleymir þú stund og stað og ferð inn á svið tímalausrar friðsældar.
Algengar spurningar
Uppgötvaðu Bláa Lónið