Flot í Bláa Lóninu
Hlýja, þyngdarleysi og vellíðan.
Slökun. Hugleiðsla. Upplifun.
Steinefnaríkt vatn Bláa Lónsins umvefur þig hlýju meðan þú flýtur í einu af undrum veraldar. Þú kemst í djúpt og róandi hugleiðsluástand og verður eitt með vatninu. Þyngdarleysi flotsins og létt nudd meðferðaraðilans mýkir líkamann og róar hugann – dregur úr streitu, linar verki og stuðlar að innri friði.
Flothetta Bláa Lónsins
Njóttu þess að fljóta þegar þér hentar með sérstakri útgáfu flotbúnaðar í samstarfi Bláa Lónsins og Flothettu. Mynstrið sem prýðir flothettuna er hönnun Bláa Lónsins og er innblásið af þremur frumefnum lónsins, sem eru kísill, örþörungar og steinefni.
Upplifunin í flotmeðferð
Flotmeðferð snýst um að sleppa takinu svo njóta megi ávinnings af mjúkum teygjum og léttu nuddi sem miðast að beinabyggingu, liðum, og losun spennu í hryggsúlu. Til að njóta upplifunarinnar til fulls er best að láta alla stjórn af hendi og fljóta í fullkominni slökun. Þyngdarleysi, hlýja vatnsins ásamt umhyggju og handleiðslu meðferðaraðila gera þér kleift að skilja hversdaginn eftir um stund og líða inn í tímalausa slökun.
Bóka flotmeðferð
Ef þú átt þegar bókaða heimsókn í Bláa Lónið geturðu bætt við flotmeðferð í Mín bókun.
Ef þú átt ekki bókaða heimsókn í Bláa Lónið geturðu bætt við flotmeðferð þegar þú bókar hér.
Algengar spurningar
Uppgötvaðu Bláa Lónið