Maskabar

Njóttu hreinsandi og endurnærandi eiginleika kísils og þörunga.

Undur jarðsjávarins

Andlitsmaskar Bláa Lónsins eru byggðir á náttúrulegum hráefnum og eru þekktir fyrir einstaka virkni efna sem finnast í jarðsjó lónsins - kísill, þörungar og steinefni.

Kísillinn styrkir, hreinsar og mýkir húðina. Þörungurinn er einstaklega rakagefandi, mýkir, nærir og eykur kollagen forða húðarinnar. Steinefni eru nauðsynleg húðinni til að starfa eðlilega og viðhalda jafnvægi hennar og frísklegu útliti. Þau hafa áhrif á saltbúskap frumanna og gefa húðinni heilbrigðan ljóma.

Andlitsmaskar í úrvali

Líttu við á maskabarnum í næstu heimsókn og sjáðu til þess að húðin ljómi af heilbrigði.

Algengar spurningar

Upplifðu Bláa Lónið