Nánar um gjafabréf Bláa Lónsins

Gefðu upplifun og vellíðan.

Gjafabréf fyrir upphæð

Kaupandi velur upphæð sem andvirði gjafabréfsins. Viðtakandi þess getur nýtt þá upphæð sem greiðslu fyrir hvaða vöru og þjónustu sem er hjá Bláa Lóninu, bæði að hluta til eða að fullu. Ef vara eða upplifun kostar meira en andvirði gjafabréfsins greiðir korthafi mismuninn; ef verð er lægra en upphæðin á gjafabréfinu þá stendur eftir inneign á kortinu sem nýta má sem greiðslu fyrir aðra vöru eða upplifun hjá Bláa Lóninu.

Mikilvægt er að bóka upplifun með góðum fyrirvara til tryggja eins og kostur er að umbeðin tímasetning og þjónusta sé í boði. Hægt er að sjá andvirði gjafabréfs í krónum talið á vef Bláa Lónsins með því að slá inn númerið á gjafabréfinu hér

Gjafabréf fyrir upphæð gildir í 4 ár frá útgáfudegi.

Gjafabréf fyrir upplifun

Mikilvægt er að bóka upplifun með góðum fyrirvara til tryggja eins og kostur er að umbeðin tímasetning og þjónusta sé í boði. Hægt er að sjá andvirði gjafabréf í krónum talið á vef Bláa Lónsins með því að slá inn númerið á gjafabréfinu.

Gjafabréf fyrir upplifun gildir í 1 ár frá útgáfudegi. Bláa Lónið áskilur sér rétt til að breyta vöruframboði og verði á gildistímanum og gildir því gjafabréfið sem inneign að þeim tíma liðnum, í 4 ár frá útgáfudegi.