Fundar- og ráðstefnusalir Bláa Lónsins
Einstakt umhverfi Bláa Lónsins veitir innblástur til góðra verka og því afar hentugt fyrir hvers kyns fundi og ráðstefnur
Fundir og slökun
Fundarsalirnir eru tveir og hafa allt sem þarf fyrir árangursríkan fund. Hægt er að bjóða uppá margs konar veitingar á meðan á fundi stendur og er starfsfólk alltaf innan handar ef þörf er á.
Tilvalið er að enda fundardaginn með slökun í heitu lóninu og svo loks á kvöldverði á einum af veitingastöðum Bláa Lónsins, Lava eða Moss, þar sem meistarakokkar reiða fram dýrindis rétti úr fyrsta flokks hráefni.
Fundarsalur Bláa Lónsins
Fundarsalurinn er staðsettur á annarri hæð og veitir fundargestum einstakt útsýni yfir lónið og fallegt umhverfi þess. Salurinn er búinn sérhönnuðum fundarhúsgögnum og býr yfir tæknibúnaði sem mætir öllum nútíma kröfum. Salurinn rúmar allt að 80 manns.
Innifalið:
90“ skjár með HD upplausn
Hljóðkerfi
Ræðupúlt
Tölva
WIFI
Flettitafla
Eldey fundarherbergi
Eldey er einnig staðsett á annarri hæð og rúmar allt að 18 manns við stórt og gott borð. Herbergið er rúmgott, fallega innréttað og með öllum nauðsynlegum tækjabúnaði sem þarf til árangursríks fundar.
Innifalið:
84“ snertiskjár með HD upplausn
Hljóðkerfi
Setustofa
WIFI
Ef þú hefur áhuga á að bóka hjá okkur fundaraðstöðu og eiga eftirmennilegan fundardag aðstoðar sölufólk okkar með mikilli ánægju og gerir tilboð í þinn viðburð. Sendið okkur tölvupóst á netfangið contact@bluelagoon.is eða hringið í síma 420 8800.