Slökunarhelgi í Bláa Lóninu | Bláa Lónið

ENDURNÆRANDI HELGI - 1.-4. október 2020

Þriggja daga slökun í töfrandi umhverfi

Fullkomin slökun í töfrandi umhverfi Bláa Lónsins, þar sem lögð verður áhersla á hvíld, hreyfingu og núvitund.

Innifalið í helginni er:

 • Gisting á Silica hótelinu í 3 nætur

 • Ótakmarkaður aðgangur að einkalóni Silica hótelsins

 • Aðgangur að Bláa Lóninu

 • Aðgangur að Retreat Spa

 • Húðvörugjöf og kynning

 • Fyrirlestrar um heilsu og hreysti (fyrirlestrar fara fram á ensku)

 • Næringarríkt og heilsusamlegt mataræði - morgunverður, millimál, hádegisverður, kvöldverður og kvöldnasl

 • Kvöldverðir á veitingastöðunum Moss og Lava

 • Jógatímar - Vinyasa flæði undir Kundalini áhrifum

 • Göngur í nágrenni Bláa Lónsins

 • Nudd að eigin vali - á bekk eða í lóni

 • Hugleiðsla

 • Flot

Helgin verður leidd af Chad Michael Keilen nuddara og heilsuþjálfa og Lóu Ingvarsdóttur Kundalini jógakennara.

Verð frá 172.600 kr. per einstakling, miðað við tvo í herbergi.

Verð frá 213.600 kr. per einstakling m.v. einn í herbergi.

Senda fyrirspurn

Nánari dagskrá helgarinnar.

Þriggja daga slökunarhelgi

Nánari upplýsingar um leiðbeinendur helgarinnar og hvað er innifalið í slökunarhelginni.

Retreat Spa

Þú upplifir sannkallaðan lúxus í Retreat Spa heilsulindinni. Spaið er þekktast fyrir Ritual Bláa Lónsins þar sem gestir þess njóta töfra jarðsjávarins með möskum frá Bláa Lóninu sem bornir eru á allan líkamann. Einnig fá þátttakendur m.a. aðgang að einkaklefum, einkalóni Retreat, gufu, eimbaði og slökunarherbergi við arineld.

Jóga og flot

Boðið verður upp á jógatíma, Vinyasa flæði undir Kundalini áhrifum, þar sem áherslan er lögð á öndun og tengingu huga og líkama í flæði. Vinyasa eflir kraft og kveikir hita í líkamanum í gegnum líkamlegar stöður. Kundalini jóga er orkueflandi og vinnur að því að lyfta orku viðkomandi og bæta jafnvægi orkustöðva. Einnig verður boðið upp á flot þar sem þátttakendur fá tækifæri á því að slaka á í einstökum jarðsjó Bláa Lónsins

Göngur

Boðið verður upp á lengri og styttri göngur í nágrenni Bláa Lónsins, m.a. upp á Þorbjörn, en umhverfið er þekkt fyrir hrjóstrugt en fallegt landslag.

Nudd

Nudd í Bláa Lóninu endurnærir líkama, huga og sál. Nuddmeðferðir eru innifaldar í slökunarhelginni. Þátttakendur geta valið um flotnudd eða á bekk. Allt eftir því hvað hentar þeim og þeirra þörfum.

Silica hótel

Silica hótelið er þekkt fyrir þægilegt viðmót og fallega hönnun, en um áraskeið var það þekktast fyrir að vera lækningalind Bláa Lónsins. Hótelið er í dag mjög vinsæll áfangastaður erlendra sem og íslenskra gesta og er tilvalið til afslöppunar. Þátttakendur fá aðgang að einkalóni Silica hótelsins, en þar er einstakt að láta daginn og þreytuna líða úr sér.

Veitingar

Innifalið í helginni er morgunverður, hádegisverður, millimál og kvöldverður á veitingastöðum Bláa Lónsins sem og hressing fyrir svefninn. Þátttakendur hafa kost á því að velja grænmetis/grænkera fæði. Allur matur er unninn úr ferskum og árstíðarbundnum hráefnum, sótt í næsta nágrenni.

Lóa Ingvarsdóttir

Lóa hefur haft yfirumsjón með jógatímum í Bláa Lóninu. Hún er með kennararéttindi frá Svíþjóð í Kundalini Yoga í gegnum Kundalini Medicine leitt af Guru Dahram Singh Khalsa frá árinu 2010. Í Svíþjóð kenndi Lóa í fjögur ár þar til hún flutti aftur heim til Íslands. Hún leggur ríka áherslu á öndun í sínum tímum og þá slökun sem hlýst af dýpkun andadráttsins.

Chad Michael Keilen

Chad Michael Keilen hefur áralanga reynslu að baki sem heilsu- og lífsstíls þjálfi og leitt mörg hundruð einstaklinga til heilbrigðari og betri lífstíls. Hann hefur einnig starfað sem nuddari í Bláa Lóninu í mörg ár en hann hefur unnið sér inn mjög gott og þekkt orðspor sem slíkur.

Senda fyrirspurn

Sendu okkur fyrirspurn ef þú vilt fá frekari upplýsingar eða bóka þig á slökunarhelgi í Bláa Lóninu.