Undir miðnætursólinni | Bláa Lónið

Undir miðnætursólinni

Einstök kvöldstund þar sem gestir njóta tónheilunar og hópflots undir miðnætursólinni í einu af undrum veraldar.

Viðburðurinn verður haldinn milli kl. 21:00 og 01:00 þann 21. júní, 28. júní og 5. júlí.

Kyrrð. Friður. Jafnvægi.

Saraswati Om stjórnar tónheiluninni með lifandi hljómum þar sem baðgestir eru umvafðir töfrandi og dáleiðandi hljóðflæði vatnsins undir miðnætursólinni. Einnig verður 30 mínútna hópflot í boði sem stofnandi Flothettu, Unnur Valdís, mun leiða ásamt Völu Sólrúnu Gestsdóttur sem sér um tónheilun í vatninu. Þessari róandi vellíðunarstund er hægt að bæta sérstaklega við.

Innifalið

 • Aðgangur að Bláa Lóninu með tónheilun

 • Afnot af handklæði

 • Te og einn drykkur að eigin vali á Lónsbarnum

 • Allir andlitsmaskar á Maskabarnum: kísil, þörunga, steinefna, hraun

 • Gjöf

 • Afsláttur af húðvörum í verslunum BL.

Verð 18.900 kr

Gerðu meira úr upplifuninni:

 • Sérkjör á hópfloti með tónheilun (takmarkaður aðgangur).

 • Hópflotmeðferðir haldnar kl. 21:30, 22:15 og 23:00.

Verð: 5.000 kr.

Ógleymanlegur viðburður

Veldu dagsetningu hér fyrir neðan og upplifðu dásamlega kvöldstund undir miðnætursólinni. Hóp flotmeðferðir verða haldnar öll kvöldin kl. 21:30, 22:15 og 23:00.

 • 21. júní

 • 28. júní

 • 5. júlí

Bóka núna

Veitingastaðurinn Lava

Í tilefni þessa viðburðar verður sérstakur matseðill í boði í á Lava.

Sérstakur matseðill

Nauta tataki (G)(L) Möndlur, kóríander, yuzu sósa Þorskur Bygg, tómatar, lárpera, humar Jarðaber(V) (G) Kókos, möndlur Verð 10.900 kr

Unnur Valdís, stofnandi Flothettu

Slökun og íhugun. Dáleiðandi samspil vatns, þyngdarleysis og létts líkamsnudds sem hefur róandi áhrif á hugann, slakar á líkamanum og endurnærir sálina.

Flotmeðferðin er hugarfóstur Unnar Valdísar en hún er íslenskur vöruhönnuður sem fékk hugmyndina að þessari einstöku meðferð árið 2012. Í kjölfarið hannaði Unnur flotbúnað, þróaði stoðir upplifunarinnar nánar og setti saman þjálfunaraðferðir. Hún stofnaði fyrirtækið Flothettu í kringum starfsemina sem helgar sig því að kanna þá heilsubætandi eiginleika sem samspil vatns, þyngdarleysis og létts líkamsnudds hefur á fólk.

Saraswati Om

Saraswati Om notar hljóðfæri - gong, kristallírur, koparhörpur og kristalskálar - til að skapa tíðni tónheilunar sem hvetur til íhugunar og færir líkama, huga og sál djúpa nærandi slökun og vellíðan.

Saraswati Om er upprunalega frá Syracuse, New York, og opnaði fyrstu yoga- og hljóðheilunarstöð sína í því hverfi. Hún hélt þar úti blómstrandi starfsemi í 17 ár og þjálfaði yoga kennara og tónheilara allstaðar að úr heiminum. Hún hefur einnig lokið meira en 1000 tímum í Yogic Vedic Science að meðtöldu Ayurveda og Nada Yoga þjálfun - „Yoga hljóðsins“. Með sérfræðikunnáttu sína í Nada Yoga, hefur Saraswati kennt gríðarvinsæla „Sound Journeys“ tíma bæði í New York og á Íslandi en hún hefur búið hér á landi síðan 2020. Undanfarin áratug hefur Saraswati þjálfað og verið í samstarfi við brautryðjandi hljóðheilara eins og Shyam Das, Bhagavan Das, Gong Master Don Conreaux, Ayi og Michael Mayzel. Hún hefur verið „Crystal Tone“ dreifingaraðili og „Bowl Master“ frá því árið 2012.

Vala Sólrún

Vala Sólrún Gestsdóttir lærði tónheilun og tónmeðferð í Acutonics í Englandi. Áhugi hennar á læknandi hljómum kviknaði eftir alvarleg veikindi árið 2018. Hún fann aukinn styrk og lífsþrótt með hljóðheilun og ákvað að helga sig þessu sviði til þess að gefa öðrum færi á að bæta lífsgæði sín með þessum hætti.

Vala útskrifaðist með BA í tónsmíði úr Listaháskólanum árið 2011 og með MA í sköpun, miðlun og frumkvöðlastarfi úr tónlistardeild Listaháskólans árið 2013. Hún hefur samið tónlist fyrir leikrit, heimildarmyndir og stuttmyndir. Árið 2014 hlaut hún Grímuverðlaun fyrir tónverk sitt í uppsetningu Þjóðleikhússins á Litla Prinsinum eftir Antoine de Saint Exupery.

Bóka viðburð

Undir miðnætursólinni

Bóka núna

Bláa Lónið Norðurljósavegur 9 240 Grindavík Sjá á korti

+354 420 8800

Hafa samband

Mín bókun