Eðalhelgi með Önnu Eiríks á Silica hótel | Bláa Lónið

SILICA HOTEL

Eðalhelgi með Önnu Eiríks í töfrandi umhverfi

Dásamleg leið til að byrja nýtt ár og endurnæra líkama og sál. Einstök ferð, fyrir konur, þar sem lögð verður áhersla á heilsu, hreyfingu, hollt mataræði og slökun.

Tvær dagsetningar eru í boði:

 • 29. - 31. janúar 2021 - Uppselt

 • 4. - 6. mars 2021 - Uppselt

 • 16.-18. apríl 2021 - Auka helgi - Uppselt

Innifalið í helginni er:

 • Gisting á Silica hótelinu í tvær nætur í einstaklings Deluxe herbergi

 • Ótakmarkaður aðgangur að einkalóni Silica hótelsins

 • Aðgangur að hinu ógleymanlega Retreat Spa og Rituali Bláa Lónsins

 • Húðvörugjöf og kynning

 • Næringarríkt og heilsusamlegt mataræði - morgunverður, millimál, hádegisverður, kvöldverður og kvöldnasl

 • Daglegar æfingar með Önnu Eiríks

 • Ganga í nágrenni Bláa Lónsins

 • Hugleiðsla

 • Flot í einkalóni Silica hótelsins

Helgin verður leidd af Önnu Eiríks, einkaþjálfara hjá Hreyfingu.

Verð: 119.000 kr. á mann

Skráning

Anna Eiríks

Hreyfing og heilsa hefur verið Önnu hugleikin frá unga aldri. Hún er er með kennararéttindi með sérþekkingu á íþróttum og hefur starfað sem deildarstjóri hópatíma sem og þjálfari hjá Hreyfingu í fjöldamörg ár. Tímarnir hennar Önnu einkennast af gleði, jákvæðni og fjölbreytni.

Eðalhelgi með Önnu Eiríks

Nánari upplýsingar um helgina

Silica hótel

Silica hótelið er þekkt fyrir þægilegt viðmót og fallega hönnun, en um áraskeið var það þekktast fyrir að vera lækningalind Bláa Lónsins. Hótelið er í dag mjög vinsæll áfangastaður erlendra sem og íslenskra gesta og er tilvalið til afslöppunar. Þátttakendur fá aðgang að einkalóni Silica hótelsins, en þar er einstakt að láta daginn og þreytuna líða úr sér.

Retreat Spa

Þú upplifir sannkallaðan lúxus í Retreat Spa heilsulindinni. Spaið er þekktast fyrir Ritual Bláa Lónsins þar sem gestir þess njóta töfra jarðsjávarins með möskum frá Bláa Lóninu sem bornir eru á allan líkamann. Einnig fá þátttakendur m.a. aðgang að einkaklefum, einkalóni Retreat, gufu, eimbaði og slökunarherbergi við arineld. Verðmæti: 79.900 kr.

Göngur, nudd og flot

Boðið verður upp á göngu í nágrenni Bláa Lónsins, en umhverfið er þekkt fyrir hrjóstrugt en fallegt landslag. Einnig verður boðið upp á herðanudd í Silica lóninu sem og flot, þar sem þátttakendur fá tækifæri til að slaka á í einstökum jarðsjó Bláa Lónsins.

Veitingar

Innifalið í helginni er morgunverður, hádegisverður, millimál og kvöldverður á veitingastöðum Bláa Lónsins sem og hressing fyrir svefninn. Þátttakendur hafa kost á því að velja grænmetis/grænkera fæði. Allur matur er unninn úr ferskum og árstíðarbundnum hráefnum, sótt í næsta nágrenni.

Dagskrá helgarinnar

Hér getur þú kynnt þér dagskrá Eðalhelgar Önnu Eiríks nánar.

Skráning

Hér getur þú sent okkur fyrirspurn og/eða skráð þig á Eðalhelgi Önnu Eiríks á Silica hótel, Bláa Lóninu.

Viðburðurinn er haldinn með fyrirvara um breytingar á fjöldatakmörkunum eða önnur fyrirmæli stjórnvalda. Skráningarfrestur fyrir fyrstu helgina er 19. janúar, aðra helgina 23. febrúar 2021 og þá þriðju (aukahelgina) 1. apríl.

Takmarkaður fjöldi þátttakenda.

Bláa Lónið Norðurljósavegur 9 240 Grindavík Sjá á korti

+354 420 8800

Hafa samband

Mín bókun