COVID-19 | YFIRLÝSING BLÁA LÓNSINS | Bláa Lónið

COVID-19 | YFIRLÝSING BLÁA LÓNSINS

Heilsa, hreinlæti og öryggi gesta og starfsfólks Bláa lónsins er okkur efst í huga á þessum fordæmalausu tímum sem nú ríkja í samfélaginu. Meðfylgjandi eru upplýsingar um þær ráðstafanir sem við höfum gripið til til að koma til móts við breyttar þarfir gesta okkar.

Uppfært 18. Október 2020

Í ljósi heimsfaraldurs Covid-19 og fyrirmæla íslenskra yfirvalda hefur Bláa Lónið lokað starfstöðvum sínum tímabundið frá og með deginum í dag og til og með 2. nóvember nk. Lokunin tekur til allrar starfsemi fyrirtækisins í Svartsengi og verslunar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Verslunin á Laugaveginum verður áfram opin

Bláa Lónið hefur þegar gripið til víðtækra aðgerða til að tryggja sem allra best heilsu og öryggi starfsmanna og gesta vegna COVID-19. Einnig biðlum við til allra gesta Bláa Lónsins að fylgja tilmælum sóttvarnalæknis eftir fremsta megni, sjá nánar hér.

Bláa Lónið áskilur sér rétt til að óska eftir staðfestingu seinni skimunar frá viðeigandi yfirvöldum við komu í Bláa Lónið.

Stjórnvöld á Íslandi hafa fyrirskipað um tímabundna takmörkun á fjöldasamkomum vegna COVID-19. Takmörkunin tekur gildi frá og með 31. júlí 2020.

Til að fylgja ofangreindri fyrirskipun hefur Bláa Lónið skilgreint sérstaklega 13 sjálfstæð gestarými á heimsóknarsvæði sínu. Í þessum rýmum verður takmarkað aðgengi og/eða því stýrt til að tryggja flæði fólks og fjölda. Megináherslan er lögð á að takmarka aðgengi og fjölda á innanhússvæðum.
Baðlónið sjálft er um 9000 fermetrar og utandyra og því auðvelt að halda fjarlægð á milli gesta. Þó verður lögð sérstök áhersla á flæðisstýringu og að upplýsa gesti um að virða lágmarksfjarlægð þeirra á milli, handþvottaaðstöðu og sótthreinsandi vökva.
Einnig hefur Bláa Lónið ákveðið að hætta tímabundið að bjóða upp á andlitsmeðferðir og andlitsnudd til að koma í veg fyrir smithættu gesta og starfsfólks. Í öðrum snyrti- og nuddmeðferðum ber gestum að nota andlitsgrímu þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra regluna. Meðferðaraðilar Bláa Lónsins munu einnig nota andlitsgrímur. Starfsfólk útvegar gestum andlitsgrímur ef þess er þörf.

Með þessum aðgerðum telur Bláa Lónið að því sé unnt að taka á móti gestum sínum og standa þannig að móttöku, dreifingu og umsjón með þeim og umhirðu á starfssvæðum að ekki eigi að skapast sú hætta sem hinum tímabundnu takmörkunum á samkomum er ætlað að fyrirbyggja.

Við heimsókn í Bláa Lónið er nauðsynlegt að bóka heimsókn fyrirfram á vefnum.

Við viljum biðja gesti okkar að sýna stöðunni þolinmæði og skilning.


Hreinlæti og öryggi

Hreinlæti og öryggi gesta og starfsfólks Bláa Lónsins eru okkur hugleikin. Við framfylgjum leiðbeiningum Embætti landlæknis og höfum nú þegar innleitt eftirfarandi hreinlætisaðgerðir:

  • Handspritt eru aðgengileg og sýnileg í öllum almennum rýmum Bláa Lónsins, búningsklefum og á salernum.
  • Allir snertifletir í almennum rýmum, búningsklefum og á salernum eru sótthreinsaðir reglulega yfir daginn.
  • Allir snertifletir á hótelherbergjum eru sótthreinsaðir áður en nýir gestir innrita sig.
  • Starfsfólk Bláa Lónsins gengst nú undir sérstaka þjálfun sem snýr að því hvernig lágmarka megi hættu á smiti.

Við bendum á vefsíðu Embættis landlæknis fyrir frekari upplýsingar.
Við fylgjumst náið með framvindu mála og endurmetum stöðuna reglulega.

Fleiri upplýsingar um COVID-19
Alþjóða heilbrigðiststofnunin hefur tekið saman lista um hvernig hægt er að minnka hættu á smiti, nálgast má listann hér.

Bláa Lónið Norðurljósavegur 9 240 Grindavík Sjá á korti

+354 420 8800

Hafa samband

Mín bókun