Bláa Lónið lokar tímabundið
Vegna COVID-19 og fjöldatakmarkana sem Ríkisstjórnin hefur sett á, mun Bláa Lónið loka starfsemi sinni tímabundið, frá og með mánudeginum 23. mars til og með 14. júní næstkomandi. Lokunin á við Bláa Lónið, Silica hótel, Retreat hótel og spa sem og verslanir okkar.
Bókanir á meðan lokun stendur
Ef þú átt bókun á þessu tímabili getur þú breytt henni með því að hafa samband við þjónustuverið okkar, til að einfalda afgreiðsluna hvetjum við þig til að hafa bókunarnúmerið við höndina. Annars gilda almennir skilmálar fyrir bókanir.
Ekki hika við að hafa samband við þjónustuverið okkar ef þú ert með spurningar.
Við viljum við þakka þér fyrir að sýna fólkinu okkar í þjónustuveri biðlund á þessum sérstöku tímum