Blue Lagoon

Verslun

Fegurð kemur að innan

Blue Lagoon Shop


Hvers vegna eru Blue Lagoon vörurnar góðar fyrir húðina?
Húðin á mér er mjög þurr á veturna og hendurnar og fæturnir á mér verða sár. Hvaða Blue Lagoon vörur ráðleggið þið mér að nota?
Hver er meginmunurinn á Blue Lagoon moisturizing cream og Blue Lagoon intensive cream?
Prófar Bláa Lónið vörurnar á dýrum?
Er öruggt að nota kreditkort í netverslun Bláa Lónsins?
Getið þið afgreitt pantanir til útlanda?
Hvað tekur það langan tíma að afgreiða sérhverja pöntun?
Hvar get ég keypt Blue Lagoon vörur?


Hvers vegna eru Blue Lagoon vörurnar góðar fyrir húðina?

Það sem gerir Blue Lagoon vörurnar svo góðar fyrir húðina er einstök samsetning Blue Lagoon hráefna og annarra sérvalinna náttúrulegra efna. Bláa lónið er löngu orðið þekkt fyrir lækningamátt sinn, en virk efni jarðsjávarins eru einstök í heiminum. Þau eru eftirfarandi:

Sölt og steinefni sem nauðsynleg eru húðinni til að starfa eðlilega og viðhalda jafnvægi hennar og frísklegu útliti. Þau hafa áhrif á saltbúskap frumanna og gefa þreyttri húð heilbrigðan ljóma á ný.

Þörungurinn sem inniheldur fjölsykrur, fitusýrur, vítamín og steinefni. Hann hefur rakagefandi, mýkjandi og nærandi eiginleika fyrir húðina auk þess sem hann styrkir náttúrulegt varnarkerfi hennar.

Kísillinn sem styrkir, hreinsar og mýkir húðina. Hann hjálpar til við endurnýjun ysta lags húðarinnar, hefur áhrif á fitujafnvægið í húðinni og hefur sótthreinsandi eiginleika.

Blue Lagoon andlits- og meðferðarvörurnar innihalda engin sterk sápuefni, þær eru ofnæmisprófaðar og án allra ilm- og litarefna.

Húðin á mér er mjög þurr á veturna og hendurnar og fæturnir á mér verða sár. Hvaða Blue Lagoon vörur ráðleggið þið mér að nota?
Við erum með tvenns konar krem sem við getum mælt með: intensive cream fyrir mjög þurra húð og Blue Lagoon algae & silica hand cream.

Hver er meginmunurinn á Blue Lagoon moisturizing cream og Blue Lagoon intensive cream?
Blue Lagoon moisturizing cream er fyrir venjulega og þurra húð en intensive cream, sem hefur meira olíuinnihald, er sérstaklega þróað fyrir mjög þurra húð, exem og psoriasis.

Prófar Bláa Lónið vörurnar á dýrum?
Bláa Lónið prófar engar vörur á dýrum né heldur nokkur annar sem starfar fyrir fyrirtækið við þróun og framleiðslu varanna. Vörurnar eru prófaðar af húðlæknum á sjálfboðaliðum og á rannsóknarstofu fyrirtækisins.

Er öruggt að nota kreditkort í netverslun Bláa Lónsins?
Já. Bláa Lónið uppfyllir ströngustu öryggiskröfur markaðarins og notar 128 bita dulkóðun frá Thawte til þess að gæta öryggis viðskiptavina okkar. Meira um öryggi hér

Getið þið afgreitt pantanir til útlanda?
Bláa Lónið rekur vefverslun á ensku og þar er boðið upp á sendingar hvert í heiminn sem er. Enska vefverslunin er í evrum eða dollurum. Ekki er hægt að senda vörur keyptar í íslensku vefversluninni erlendis vegna þess að erlend tollayfirvöld taka ekki á móti vörureikningum í íslenskum krónum.

Hvað tekur það langan tíma að afgreiða sérhverja pöntun?
Netpantanir eru afgreiddar innan 24 tíma frá því að pöntun berst (helgar og hátíðisdagar ekki meðtaldir). Pantanir eru einungis sendar á virkum dögum. Pantanir innanlands eru sendar með Íslandspósti en með DHL til útlanda.

Hvar get ég keypt Blue Lagoon vörur?
Þú getur alltaf keypt vörurnar í gegnum netverslun Bláa Lónsins www.bluelagoon.is. Á Íslandi fást vörurnar í Bláa lóninu, í verslunum Bláa Lónsins að Laugavegi 15 og í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þær eru einnig fáanlegar í völdum apótekum Lyf og heilsu og Lyfju auk Hagkaups verslana.