Blue Lagoon

Verslun

Fegurð kemur að innan

Blue Lagoon Shop

Naturceutical vörumerki
 

Blue Lagoon náttúrulegar húðvörurBlue Lagoon húðvörurnar veita fullkomið samræmi milli náttúru og vísinda. Þær eru byggðar á náttúrulegum Blue Lagoon hráefnum sem Bláa Lónið hefur einkaleyfi á og virkum efnasamsetningum. Blue Lagoon húðvörulínan samanstendur af andlits- og líkamsvörum fyrir allar húðgerðir.

Við trúum því að Blue Lagoon húðvörurnar veiti það besta sem náttúra og vísindi hafa upp á að bjóða. Við notum Blue Lagoon náttúruleg hráefni sem grunn í öllum húðvörum. Virk efni Bláa lónsins og vörurnar eru prófaðar með bæði in-vivo og in-vitro rannsóknum til að sanna virknina sem þær eru hannaðar til að uppfylla.

Framleiðslutæknin er náttúruvæn og græn.  Allar vörur okkar eru ofnæmisprófaðar og prófaðar af húðlæknum. Innihaldefni og fullunnar vörur eru ekki prófaðar á dýrum. Til að hámarka Blue Lagoon upplifunina höfum við auga með hverju smáatriði í framleiðsluferlinu. Vörurnar eru í boði bæði ilmefnalausar og með ferskum Blue Lagoon ilm sem tengir þig við hreinleika og ferskleika Íslands. Vörurnar einkennast af stílhreinni og fallegri hönnun sem endurspeglar andstæður í litum Bláa lónsins.

Blue Lagoon 3-þrepa orkumeðferðin er hönnuð til að hjálpa þér að njóta til fulls þessarra einstöku íslensku húðvara. Það er byggt á 3 mikilvægum þáttum í daglegri umhirðu húðarinnar til að cleanse - hreinsa, boost - gefa orku og nourish - næra. Orka Íslands og jafnvægi verða hluti af lífstíl þínum. Húðin verður hrein, endurnærð og ljómar af orku.