Blue Lagoon

Verslun

Fegurð kemur að innan

Blue Lagoon Shop

Afgreiðsla pantana

Það er enginn sendingarkostnaður innanlands í vefverslun Bláa Lónsins, sama hvaða upphæð er verslað fyrir.
Netpantanir eru afgreiddar innan 24 tíma frá móttöku (helgar og aðrir frídagar eru ekki meðtaldir). Pantanir eru einungis afgreiddar og sendar á virkum dögum.

Sendingar pantana

Allar sendingar innanlands eru sendar með Íslandspósti og kosta þig ekki neitt. Ekki er hægt að senda vöru erlendis úr íslensku vefverslun Bláa Lónsins. Ef þú vilt senda vörur utan bendum við þér á erlendu vefverslunina okkar.

Skattar og gjöld

Öll verð í íslensku netversluninni eru í íslenskum krónum og með virðisaukaskatti.

Öryggi

Þér er óhætt að nota kreditkort í netverslun Bláa Lónsins því þar er farið eftir ströngustu öryggiskröfum á markaðnum: 128 bita dulkóðun frá Thawte til þess að gæta öryggis viðskiptavina okkar. Við tökum á móti öllum helstu greiðslukortum í vefversluninni.

Vörum skilað

Ef þú ert af einhverjum ástæðum ekki ánægð(ur) með Bláa Lóns vörurnar sem þú hefur keypt í netversluninni, geturðu skilað þeim innan 14 daga frá móttöku til Bláa Lónsins hf og fengið þær endurgreiddar innan 30 daga. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Hafi vara skemmst í sendingu, biðjum við þig vinsamlegast að geyma umbúðirnar og vörurnar og hafa samband í síma 420 8811 eða með tölvupósti til shop@bluelagoon.com

Varðveisla samnings

Bláa Lónið hf virðir friðhelgi þína en áskilur sér rétt til að varðveita gerðan samning. Upplýsingar um þig eru aldrei gefnar til þriðja aðila án samþykkis þíns. Þú getur ávallt haft samband með því að hringja í síma 420 8811 eða með því að senda tölvupóst shop@bluelagoon.com til að fá upplýsingar um fyrri pantanir.

Almennar upplýsingar

Bláa Lónið hf., 240 Grindavík, Ísland, Sími: 420-8800, Símbréf: 420-8801, kt.:490792-2369, vsk-númer 40683, netfang: bluelagoon@bluelagoon.is, Vefslóð: www.bluelagoon.is. Fyrirtækið er skráð hjá hlutafélagaskrá.

Áttu í vandræðum með að panta?

Endilega hringdu í okkur í síma 420 8800 og við hjálpum þér að klára pöntunina. Þú getur einnig sent okkur fyrirspurn á netfangið shop@bluelagoon.com og við svörum eins fljótt og auðið er.